Viðskipti innlent

Róttæk endurskipulagning að baki

Múrtankur Arion banki segir að vörður hafi verið staðinn um sérfræðiþekkingu BM Vallár þrátt fyrir endurskipulagningu. 
Fréttablaðið/Valli
Múrtankur Arion banki segir að vörður hafi verið staðinn um sérfræðiþekkingu BM Vallár þrátt fyrir endurskipulagningu. Fréttablaðið/Valli
Frestur til að skila inn tilboðum í BM Vallá hf. er til 2. maí næstkomandi. Ákveðið hefur verið að bjóða til sölu allt hlutafé í fyrirtækinu, en það er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka.

Eftir að tilboðum hefur verið skilað inn verða valdir fjárfestar sem fá aðgang að frekari upplýsingum um félagið áður en óskað verður eftir bindandi tilboðum og gengið til endanlegra samninga.

Fram kemur í tilkynningu Arion banka í gær að söluferlið sé opið öllum fjárfestum sem uppfylli skilyrði um „viðeigandi þekkingu og fjárhagslegan styrk". Gert er ráð fyrir að allt hlutafé í félaginu verði selt í einu lagi.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með söluferlinu, en bankinn tók yfir rekstur fyrirtækisins í fyrra. Róttæk endurskipulagning er sögð að baki hjá BM Vallá og kostnaðaruppbygging sögð hafa verið löguð að núverandi efnahagsástandi.

Framleiðslugeta fyrirtækisins er engu að síður sögð geta annað meðalári án þess að til mikilla fjárfestinga þurfi að koma. „BM Vallá er eitt stærsta framleiðslufyrirtæki innan byggingariðnaðarins á Íslandi og er vörumerki þess sterkt. Fyrirtækið starfar á sviði steypu-, hellu-, eininga- og múrframleiðslu sem og vikurvinnslu," segir í tilkynningu bankans.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×