Milljarðar undir hjá Sigurði Einarssyni 29. mars 2011 06:45 Sigurður Einarsson Tekist er á um milljarðalán Kaupþings til fyrrverandi stjórnarformanns bankans í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Valli Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Tvö mál eru fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem bæði tengjast Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings og lánveitingum bankans til hans. Í október 2008 hafði Sigurður Einarsson fengið 7,8 milljarða króna að láni hjá Kaupþingi. Annað málið snýr að lánum sem starfsfólk Kaupþings, þar á meðal Sigurður, fékk til kaupa á hlutabréfum í bankanum. Stjórn Kaupþings aflétti persónulegri ábyrgð starfsmanna á lánunum 25. september 2008, fjórtán dögum áður en bankinn fór í þrot. Á þeim tíma námu heildarlánveitingar til æðstu stjórnenda bankans 64 milljörðum króna. Slitastjórn bankans rifti síðar ákvörðuninni en bauð þeim sem höfðu fengið lánin að endurgreiða stóran hluta þeirra eða semja um uppgjör. Nokkrir fyrrverandi stjórnendur bankans sem hæst lán fengu neituðu að semja við slitastjórn um endurgreiðslu og fóru mál þeirra fyrir dómstóla. Slitastjórn Kaupþings krefst þess að Sigurður endurgreiði 579 milljónir króna af lánum sínum. Stjórnarformaðurinn fyrrverandi krafðist frávísunar á málinu á þeirri forsendu að hann sé með lögheimili í Bretlandi. Úrskurðar um hvort hægt verði að flytja málið hér verður felldur 7. apríl næstkomandi. Fjögur sambærileg mál eru á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur og Héraðsdóms Reykjaness á næstu tveimur mánuðum, þar á meðal gegn Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi bankastjóra í Lúxemborg. Þá verður fyrirtaka í lánamáli Arion banka gegn Sigurði í dag. Það fjallar um lán til hans til kaupa á hlut í fjárfestingarsjóðnum Kaupþing Capital Partners II Fund, sem hélt utan um fjárfestingar bankans í óskráðum bréfum. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að The S Invest Trust, félag Sigurðar, hafi fengið tíu milljónir punda að láni til kaupa í sjóðnum. Það jafngildir rúmum 1,8 milljörðum króna á núvirði og er jafn há upphæð og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, fékk að láni. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira