Viðskipti innlent

Kröfuhafar gripu í taumana fyrir ári

steypa í börum Kröfuhafar tóku BM Vallá á síðasta ári. Fréttablaðið/
steypa í börum Kröfuhafar tóku BM Vallá á síðasta ári. Fréttablaðið/
BM Vallá hagnaðist um 45,5 milljónir króna í fyrra. Tekjur námu tæpum 1,3 milljörðum króna. Samanburðartölur frá fyrra ári eru ekki til.

BM Vallá fór í greiðslustöðvun í febrúar í fyrra. Reynt var að endurfjármagna fyrirtækið og semja við lánardrottna. Það tókst ekki og í maí var félagið tekið til gjaldþrotaskipta. Í kjölfarið skiptu kröfuhafar eignum félagsins á milli sín. Arion banki, sem var helsti lánardrottinn BM Vallár, tók stærstan hluta fyrirtækisins. Eignarhlutur bankans í endurskipulögðu félagi með sama nafn og áður heyrir nú undir Eignabjarg.

Eignir BM Vallár nema rúmum 1,5 milljörðum króna og eru skuldir 1,1 milljarður. Til samanburðar námu þær í kringum ellefu milljörðum króna áður en fyrirtækið fór í þrot í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins nemur nú 29 prósentum, að því er fram kemur í uppgjöri.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×