Viðskipti innlent

Stærsta útboðið í sautján ár

Þvegið hjá iss Stefnt er að því að skrá ræstingafyrirtækið á hlutabréfamarkað á næstunni.Fréttablaðið/GVA
Þvegið hjá iss Stefnt er að því að skrá ræstingafyrirtækið á hlutabréfamarkað á næstunni.Fréttablaðið/GVA
Eigendur alþjóðlega ræstinga- og fasteignaumsýslurisans ISS hyggjast skrá félagið á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn á næstunni.

Áætlað er að hlutafjárútboð skili 13,3 milljörðum danskra króna, jafnvirði 285 milljarða íslenskra króna. Gangi það eftir verður þetta stærsta skráning á hlutabréfamarkað í sautján ár, eða síðan gamli landssíminn þar í landi, TDC, var skráður á hlutabréfamarkað árið 1994.

ISS úti hefur starfrækt ISS á Íslandi í um ellefu ár, eða frá því að fyrirtækið keypti ræstingadeild Securitas árið 2000.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×