Handbolti

Ólafur: Ég er klár í slaginn

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Ólafur Stefánsson var klár í slaginn með íslenska landsliðinu gegn Japan í gær en þar sem félagar hans léku einstaklega vel gat hann hvílt allan leikinn.

"Fyrstu 15 mínúturnar gegn Japan voru hreinn unaður. Að horfa á Lexa í vörninni og fleiri. Við ætluðum að mæta þeim framarlega og það tókst frábærlega," sagði Ólafur en hann er tilbúinn að keyra á fullu gasi í dag gegn Austurríki.

"Ég er klár í slaginn. Vonandi get ég hjálpað til. Ég hefði getað spilað gegn Japan en læknirinn vildi helst að ég hvíldi aðeins lengur," sagði Ólafur.

Hann vildi sem minnst tala um sjálfan heldur hrósaði hann liðsfélögum sínum í hástert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×