Innlent

Björk og félagar sungu Sá ég spóa fyrir utan Stjórnarráðshúsið

MYND/Egill
Aðstandendur undirskriftasöfnunar á vefnum orkuauðlindir.is mættu fyrir utan Stjórnarráðshúsið í morgun og sungu lagið „Sá ég spóa" í keðjusöng.

Um 70 til 80 manns voru saman komin til þess að afhenda undirskriftalistann á minniskubbi, en tæplega 50 þúsund manns hafa skrifað undir listann þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja að orkuauðlindir verði í almannaeigu og að undið verði ofan af einkavæðingu helstu orkufyrirtækja landsins og að láta hið bráðasta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu orkuauðlindanna.

Á meðal þeirra sem tóku lagið má nefna Ómar Ragnarsson, KK, Birgittu Jónsdóttur og Möggu Stínu.

Aðal skipuleggjendurnir, þau Björk Guðmundsdóttir, Oddný Eir Sævarsdóttir og Jón Þórisson, sitja nú á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×