Sport

Tvö brons hjá Ernu í desember

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erna Friðriksdóttir.
Erna Friðriksdóttir. MyndHeimasíða ÍF
Erna Friðriksdóttir sem á dögunum var útnefnd Íþróttakona ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra er nú stödd í Colorado við skíðaæfingar á mono-sleða. Um miðjan desember mánuð tók Erna þátt í nokkrum mótum í Frisco þar sem hún landaði tveimur bronsverðlaunum.

Erna varð í 3. sæti í stórsvigi 13. desember og fékk einnig brons í svigi 16.desmber. Hún endaði 4. sæti í stórsvigi 14. desember en náði ekki að klára í svigi 15. desember eftir að hafa misst úr hlið í fyrri umferðinni.

Erna var kosin Íþróttakona ársins hjá fötluðum 9. desember og fagnaði þeim verðlaunum á glæsilegan hátt með því að vinna tvö verðlaun á næstu mótum sínum á eftir.

Erna sagði í viðtali á heimasíðu ÍF aðæfingarnar í Winter Park gengju mjög vel og hún hefur líka verið að taka þátt í mótum á æfingasvæðinu í Winter Park.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×