Breyttir tímar hjá Cleveland sem tapaði sínum 21. leik í röð Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 08:57 LeBron James og Anthony Parker í leiknum í gær. AP LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Það eru breyttir tímar hjá Cleveland sem var í fremstu röð þegar LeBron James lék með liðinu og liðið keppti m.a. til úrslita um titilinn árið 2007 gegn San Antonio Spurs. Byron Scott fyrrum leikmaður LA Lakers er þjálfari Cleveland og hann virðist eiga erfiða baráttu framundan. Orlando Magic ætlar sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn en liðið hefur ekki sýnt stöðugleika í vetur. Í gær tapaði Orlando gegn Memphis á útivelli, 100-97. Memphis hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann 9 leiki í röð fram til 16. janúar en frá þeim tíma hefur liðið unnið 6 og tapað 6. Dwight Howard skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jason Richardson skoraði 18. Larry Bird virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann rak þjálfara Indiana Pacers í fyrradag og réði aðstoðarþjálfara liðsins út leiktíðina. Indiana vann loksins leik eftir langa taphrinu. Roy Hibbert skoraði 24 sti og tók 11 fráköst í fyrsta sigri Frank Vogel sem þjálfara en mótherjarnir, Toronto Raptors, hafa ný tapað 12 leikjum í röð Carmelo Anthony skoraði 37 stig og tók 9 fráköst í liði Denver gegn New Jersey en það dugði ekki til þar sem heimamenn skoruðu 115 stig gegn 99. Anthony hefur verið orðaður við New Jersey að undanförnu en hann vill ekki framlengja samningi sínum við Denver. Brook Lopez skoraði 27 stig fyrir New Jersey og Devin Harris gaf 18 stoðsendingar. Dirk Nowitzki hafði betur gegn Rashard Lewis og JaVale McGee. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler skoraði 18 og tók 18 fráköst fyrir Dallas gegn Washington sem hefur ekki enn unnið útileik á tímabilinu. 24 tapleikir í röð og ekkert breyttist í gær í 102-92 tapleik gegn Dallas sem hefur nú unnið 5 leiki í röð. Úrslit gærkvöldsins í NBA deildinni: Indiana - Toronto 104-93 New Jersey - Denver 115-99 Miami - Cleveland 117-90 Memphis - Orlando 100-97 Dallas - Washington 102 - 92 Utah - Charlotte 83-78 LA Clippers - Milwaukee 105-98 NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
LeBron James mætti gamla liði sínu Cleveland Cavaliers í gær í NBA deildinni á heimavelli Miami Heat. James skoraði 24 stig í 117-90 sigri liðsins en Dwayne Wade var stigahæstur með 34 stig. Cleveland tapaði sínum 21. leik í röð en liðið hefur aðeins unnið 8 leiki og tapað 39. Það eru breyttir tímar hjá Cleveland sem var í fremstu röð þegar LeBron James lék með liðinu og liðið keppti m.a. til úrslita um titilinn árið 2007 gegn San Antonio Spurs. Byron Scott fyrrum leikmaður LA Lakers er þjálfari Cleveland og hann virðist eiga erfiða baráttu framundan. Orlando Magic ætlar sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn en liðið hefur ekki sýnt stöðugleika í vetur. Í gær tapaði Orlando gegn Memphis á útivelli, 100-97. Memphis hefur nú unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Orlando vann 9 leiki í röð fram til 16. janúar en frá þeim tíma hefur liðið unnið 6 og tapað 6. Dwight Howard skoraði 25 stig fyrir Orlando og Jason Richardson skoraði 18. Larry Bird virðist hafa hitt naglann á höfuðið þegar hann rak þjálfara Indiana Pacers í fyrradag og réði aðstoðarþjálfara liðsins út leiktíðina. Indiana vann loksins leik eftir langa taphrinu. Roy Hibbert skoraði 24 sti og tók 11 fráköst í fyrsta sigri Frank Vogel sem þjálfara en mótherjarnir, Toronto Raptors, hafa ný tapað 12 leikjum í röð Carmelo Anthony skoraði 37 stig og tók 9 fráköst í liði Denver gegn New Jersey en það dugði ekki til þar sem heimamenn skoruðu 115 stig gegn 99. Anthony hefur verið orðaður við New Jersey að undanförnu en hann vill ekki framlengja samningi sínum við Denver. Brook Lopez skoraði 27 stig fyrir New Jersey og Devin Harris gaf 18 stoðsendingar. Dirk Nowitzki hafði betur gegn Rashard Lewis og JaVale McGee. Dirk Nowitzki skoraði 24 stig fyrir Dallas og Tyson Chandler skoraði 18 og tók 18 fráköst fyrir Dallas gegn Washington sem hefur ekki enn unnið útileik á tímabilinu. 24 tapleikir í röð og ekkert breyttist í gær í 102-92 tapleik gegn Dallas sem hefur nú unnið 5 leiki í röð. Úrslit gærkvöldsins í NBA deildinni: Indiana - Toronto 104-93 New Jersey - Denver 115-99 Miami - Cleveland 117-90 Memphis - Orlando 100-97 Dallas - Washington 102 - 92 Utah - Charlotte 83-78 LA Clippers - Milwaukee 105-98
NBA Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira