Sport

Nadal og Vonn kosin besta íþróttafólk ársins 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lindsay Vonn með verðlaunin sín.
Lindsay Vonn með verðlaunin sín. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tenniskappinn Rafael Nadal frá Spáni og skíðakonan Lindsay Vonn frá Bandaríkjunum fengu í dag Laureus-verðlaunin fyrir að vera besta íþróttafólk heimsins á árinu 2011. Spænska fótboltalandsliðið sem varð heimsmeistari í Suður-Afríku var kosið lið ársins.

Rafael Nadal vann þrjú risamót á árinu; opna franska, Wimbledon-mótið og opna bandaríska mótið. Vonn vann brunkeppni Ólympíuleikana í Vancouver þrátt fyrir að hafa meiðst aðeins nokkrum dögum áður.

Evrópska Ryder-liðið í golfi fékk sérstök verðlaun fyrir mesta Íþróttaandann en liðið vann dramatískan sigur á Bandaríkjunum í Ryderkeppninni.

Laureus verðlaunin fyrir árið 2010:

Íþróttamaður ársins: Rafael Nadal (Spánn)

Íþróttakona ársins: Lindsey Vonn (Bandaríkjunum)

Íþróttalið ársins: Spænska fótboltalandsliðið

Uppgötvun ársins: Martin Kaymer (Þýskalandi)

Endurkoma ársins: Valentino Rossi (Ítalíu)

Íþróttamaður fatlaðra á árinu: Verena Bentele (Þýskalandi)

Íþróttapersóna ársins: Kelly Slater (Bandaríkjunum)

Heiðursverðlaun: Zinedine Zidane (Frakklandi)

Íþrótta-anda verðlaunin: Evrópska Ryder-liðið

Samfélagsverðlaunin: May El-Khalil, stofnandi Beirut maraþonsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×