Fótbolti

Xavi jafnar leikjamet Barcelona í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Xavi Hernández.
Xavi Hernández. Mynd/Nordic Photos/Getty
Xavi Hernández, leikmaður Barcelona, jafnar leikjamet félagsins í dag þegar Barcelona tekur á móti Levante á Nou Camp. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Xavi mun þarna leika sinn 549 opinbera leik með Barcelona og jafnar þar með met varnarmannsins Migueli sem lék 549 leiki með félaginu frá 1973-1988.

Xavi verður 31 árs 25. janúar næstkomandi en hann er uppalinn hjá félaginu og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu 18. ágúst 1998.

Xavi hefur orðið fimm sinnum spænskur meistari, einu sinni bikarmeistari og vann Meistaradeildin 2006 og 2009. Hann hefur spilað 98 landsleiki fyrir Spán frá árinu 2000 og er núverandi Heims- og Evrópumeistari.

„Það er ótrúlegt að sjá hvað Xavi hefur afrekað og sýnir og sannar að hann hefur mikinn andlegan styrk," sagði Pep Guardiola, þjálfari Barcelona. Þeir léku í þrjú tímabil saman hjá Barcelona og hann hefur þjálfað hann hjá Barca frá árinu 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×