Fótbolti

Mourinho nálgast níu ár án þess að tapa heimaleik í deildarkeppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mourinho fagnar í sigurleik með Inter Milan
Mourinho fagnar í sigurleik með Inter Milan

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur löngum sýnt að lið undir hans stjórn standa sig ávallt vel á heimavelli. Portúgalski stjórinn hefur enn ekki tapað deildarleik síðan 23. febrúar árið 2002 þegar Porto tapaði gegn Beira Mar í portúgölsku úrvalsdeildinni.

Chelsea tapaði ekki heimaleik í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Mourinho, en hann var með liðið frá árunum 2004-2007.

Árið 2008 var hann síðan ráðinn framkvæmdarstjóri Inter Milan en sömu sögu er að segja af afreki Mourinho á Ítalíu. Inter Milan tapaði ekki deildarleik þau tvö tímabil sem Mourinho var við stjórnvölin.

Portúgalinn var því næst ráðinn til spænska stórveldisins, Real Madrid. Liðið hefur ekki tapað deildarleik á Santiago Bernabéu frá því að Mourinho tók við Real Madrid.

Árangur Mourinho síðastliðin níu ár á heimavelli í deildarkeppni:

Porto: 36 sigrar, 2 jafntefli

Chelsea: 46 sigrar, 14 jafntefli

Internazionale: 29 sigrar , 9 jafntefli

Real Madrid: 11 sigrar










Fleiri fréttir

Sjá meira


×