Fótbolti

Mark Benzema í sögubækurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benzema í leiknum í kvöld.
Benzema í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Markið sem Karim Benzema skoraði fyrir Real Madrid gegn Barcelona í kvöld fer í sögubækurnar en ekkert mark hefur verið skorað eftir jafn skamman tíma í leik þessara sögufrægu liða í þau 216 skipti sem þau hafa mæst.

Benzema skoraði eftir aðeins 22 sekúndur í leiknum eftir skelfileg mistök Victor Valdes í marki Barcelona. Börsungar létu þetta þó ekki á sig fá því að þeir unnu á endanum leikinn, 3-1.

Þrír aðrir hafa skorað á fyrstu mínútu þegar þessi lið hafa mæst. Enrique Mateos gerði það tímabilið 1960-61 fyrir Real Madrid og Jose Carrasco, leikmaður Börsunga, tímabilið 1987-88. Brasilíumaðurinn Giovanni endurtók svo leikinn þegar liðin mættust í bikarkeppninni tímabilið 1997-98. En enginn þeirra skoraði jafn snemma og Benzema í kvöld.

Umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Lærisveinar Guardiola hafa enn tangarhald á Madrídingum

Börsungar sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum því liðið gerði sér lítið fyrir og vann topplið Real Madrid á Santiago Bernabeu í spænsku höfuðborginni í kvöld, 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×