Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil 12. desember 2011 18:15 Sebastian Vettel og Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull glaðir í bragði þegar Red Bull liðið fagnaði árangri sínum í Milton Keynes á laugardag. MYND: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Sjá meira