Sport

Jonny Wilkinson leggur landsliðsskóna á hilluna

Wilkinson með Beckham árið 2003 er þeir voru langstærstu íþróttastjörnur Breta.
Wilkinson með Beckham árið 2003 er þeir voru langstærstu íþróttastjörnur Breta.
Enskir rúgbý-áhugamenn eru í sárum í dag eftir að goðsögnin Jonny Wilkinson tilkynnti að hann væri hættur að spila með enska landsliðinu.

Wilkinson er langstærsta rúgbý-stjarna Breta og oft kallaður David Beckham rúgbýsins. Hann var í algjöru lykilhlutverki þegar Englendingar unnu HM 2003. Þá ætlaði allt um koll að keyra í Englandi.

Wilkinson er 32 ára gamall og mun halda áfram að spila með félagsliði sínu. Hann lék með landsliðinu frá árinu 1998.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×