Fótbolti

Ronaldo skoraði í bikarsigri Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld.
Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Real Madrid vann 2-0 sigur á C-deildarliðinu Ponferradina á útivelli í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum spænska bikarsins í kvöld.  Ponferradina féll úr b-deildinni á síðustu leiktíð en Real hóf bikarvörn sína í kvöld.

Flestir bjuggust við auðveldum sigri og einbeittu Real-liði eftir tapið á móti Barcelona um helgina. Seinna markið kom þó ekki fyrr á 75. mínútu en það verður þó að taka tillit til þess að Jose Mourinho hvíldi nokkra lykilmenn í kvöld.

José Callejón kom Real Madrid í 1-0 á 29. mínútu eftir sendingu frá Sami Khedira.

Álvaro Arbeloa fékk að líta sitt annað gula spjald á 70. mínútu og Real lék því manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins.

Cristiano Ronaldo bætti við öðru marki á 75. mínútu eftir einstaklingsframtak og Jose Mourinho tók hann af velli strax eftir markið.

Seinni leikur liðanna fer fram Estadio Santiago Bernabéu í Madrid fjórum dögum fyrir jól en Real-menn ættu ekki að eiga í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×