Sport

Bonds fékk vægan dóm

Barry Bonds.
Barry Bonds.
Átta ára rannsókn á meintri steranotkun hafnaboltamannsins Barry Bonds lauk í gær með litlum hvelli. Bonds fékk nefnilega 30 daga dóm sem hann má afplána heima hjá sér. Ekki er samt víst að hann þurfi að afplána dóminn. Hann verður samt á skilorði næstu tvö árin og þarf að greiða 4.000 dollara sekt.

Bonds var ekki fundinn sekur um að hafa notað stera heldur fyrir að hafa reynt að afvegaleiða rannsóknarmenn.

Þó svo Bonds hafi ekki hlotið dóm þá er orðspor hans í molum og þeir eru fáir sem trúa á tölurnar hans eftir allt sem hefur komið fram. Þess utan er talið ólíklegt að hann verði tekinn inn í heiðurshöll hafnaboltans vegna hneykslismálanna.

Bonds neitaði að bera vitni fyrir rétti í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×