Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu 30. nóvember 2011 13:19 Héraðsdómur Reykjavíkur ly Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..." Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut. Málið snýst um nágrannaerjur í Aratúni síðasta sumar sem töluvert var fjallað um í fjölmiðlum. Þar höfðu tvær fjölskyldur deilt í áraraðir en hús þeirra eru hlið við hlið. Bloggarinn er vinur hjónanna og birti hann á vefsvæði sínu grein með fyrirsögninni „Siðblint ofbeldisfólk og ráðalaus lögregla" síðasta sumar. Þar lýsti hann ofbeldi sem vinafólk hans í götunni eiga að hafa sætt af hálfu nágranna sína. Hann fullyrti að fólkið hafi sætt ótrúlegu ofbeldi af hálfu konunnar og fjölskyldu hennar, þar sem meðal annars hafi verið ráðist að vinkonu hans og tveggja ára dóttur hennar með piparúða. Maðurinn mótmælti kröfum konunnar um að dæma ummæli sem hann lét falla dauð og ómerk. Hann telur að enginn ummælanna geti talist ærumeiðandi og segir að tilgangurinn með skrifunum hafi verið sá að vekja athygli á því óréttlæti sem honum fannst vinafólk sitt vera beitt og athafnaleysi yfirvalda í málum af þessum toga. Í niðurstöðu dómara segir að þótt ætla verði bloggurum svigrúm til þess að fjalla um málefni sem eiga erindi til almennings og séu hluti af þjóðfélagsumræðu „verður að gera þær kröfur til þeirra að umfjöllunarefni þeirra séu sett fram með málefnalegum hætti." Þá segir að þótt konan „hafi sýnt af sér ólíðandi hegðun í garð nágranna sinna, sbr. það sem rakið er í framburði þeirra hér að framan, þykir ekki hafa verið sýnt fram á af hálfu stefnda [bloggarans,innsk.blm] að stefnandi [konan, innsk.blm] hafi sýnt af sér ofbeldi í þeirra garð." Dómarinn segir að óumdeilt sé að konan hafi hlotið daum fyrir 20 árum og fyrir 30 árum en upprifjun bloggarans sé tilefnislaus og óviðurkvæmileg. Sú fullyrðing mannsins að konan eigi langan brotaferil að baki, sé úr lausu lofti gripin og sé ekki sannleikanum samkvæm. Auk þess að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur þarf hann að greiða allan málskostnað sem er 650 þúsund krónur. Dómarinn dæmdi eftirfarandi ummæli dauð og ómerk: „Siðblint ofbeldisfólk" „Brynja og Kalli hafi lent í alveg ótrúlegu ofbeldi af hálfu nágranna sinna á Aratúni 34, þeirra… og Margrétar Lilju Guðmundsdóttur" „og núna fyrir tveimur vikum ráðast þau á þau með piparúða, þegar Brynja er með 2ja ára dóttur sína á fanginu." „Ofbeldisfólkið í Aratúni bak við lás og slá." „Ítrekað ofbeldi og einbeittur brotavilji hjónanna í Aratúni á ekki að líðast." „Hjónin, sem komust í fjölmiðla í sumar fyrir hrottalegar ofsóknir og ofbeldi á hendur nágrönnum sínum, sem flúðu í kjölfarið heimili sitt, eiga langan brotaferil að baki." „Hjónin í Aratúni hafa beitt nágranna sína bæði þar og þar sem þau hafa búið áður grófu ofbeldi ..."
Nágrannadeilur í Aratúni Garðabær Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira