Formúla 1

Vettel ánægður eftir hafa slegið met

Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu.
Sebastian Vettel fagnar á tákrænan hátt í Brasilíu í dag eftir að hafa náð besta tíma í lokaumferð tímatöku í fimmtánda skipti á árinu. AP MYND: Getty Images/Clive Mason
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu var ánægður með árangurinn í tímatökunni í Brasilíu í dag. Hann náði besta tíma og sló met sem hann átti með Nigel Mansell hvað besta árangur í tímatöku á sama ári varðar.

Árið 1992 setti Mansell met þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku, en þá voru 16 Formúlu 1 mót á dagskrá, en þau eru 19 í ár.

Vettel jafnaði met Mansell í tímatökunni í Abú Dabí fyrir hálfum mánuði. Hann sló síðan metið í dag með því að ná besta tíma í lokaumferð tímatökunnar og verður því fremstur á ráslínu í fimmtánda skipti á árinu í Formúlu 1 kappakstrinum í Brasilíu á morgun.

„Það er nokkuð sérstakt að slá metið. Mansell náði metinu í 3-4 færri mótum, en samt sem áður að þá hefur þetta verið ótrúlegt ár hjá okkur og ótrúlegt ferðalag og það er ekki búið. Það er annar kafli á morgun og ég er mjög ánægður", sagði Vettel á fréttamannafundinum eftir keppni.

 

Bein útsending verður frá Formúlu 1 mótinu í Brasilíu á Stöð 2 Sport kl. 15.30 á sunnudag og verður hún í opinni dagskrá. Þátturinn Við endamarkið er síðan á dagskrá kl. 19.45, þar sem fjallað verður um mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×