Webber: Alltaf gaman að vinna 27. nóvember 2011 22:02 Mark Webber fagnar sigrinum i Brasilíu í dag. AP MYND: Victor R. Caivano Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber." Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber."
Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira