Erlent

Réttarsalurinn opinn fjölmiðlum - Breivik vill útskýra ákvörðun sína

Breivik kemur fyrir dómara stuttu eftir voðaverkin
Breivik kemur fyrir dómara stuttu eftir voðaverkin mynd/afp
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik segist vilja útskýra fyrir dómara og aðstandendum fórnarlambanna í miðborg Oslóar og Úteyjar, hvers vegna hann framdi voðaverkin í sumar. Þetta segir verjandi hans við norska fjölmiðla í dag en Breivik verður leiddur fyrir héraðsdómara á morgun þar sem tekin verður ákvörðun um hvort að gæsluvarðhald yfir honum verði framlengt.

Þetta er í fyrsta skiptið sem almenningur og fjölmiðlar fá að vera í réttarsal með Breivik og hefur fjöldi aðstandanda boðað komu sína í réttarsalinn en í norskum fjölmiðlum í dag er sagt að búist sé við mótmælum og frammíköllum þegar Breivík gengur inn í salinn.

Breivík hefur áður sagt að voðaverkin hafi verið hræðileg, en þau hafi verið nauðsynleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×