Whitmarsh: Frábært að sjá báða ökumenn McLaren á verðlaunapallinum 14. nóvember 2011 13:30 McLaren liðið fagnar sigrinum í Abú Dabí í gær, en móðir Hamilton er við hlið hans. Hamilton tileinkaði henni sigurinn í gær. AP MYND: MCLAREN F1 Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni. Hamilton hefur eingöngu ekið með McLaren í Formúlu 1 og hafði áður unnið tvö mót á árinu, en McLaren liðið hefur samtals unnið sex mót. Hamilton náði því marki í gær að leiða þúsundasta hringinn í Formúlu 1 og er einn af sautján ökumönnum sem hafa gert slíkt í íþróttinni. „Hamilton ók algjörlega óaðfinnanlega og náði forystu í annarri beygju og hélt bilinu milli sín og Fernando Alonso af fullkominni fagmennsku í 54 hringi. Til að einfalda þetta, þá var hann afburðarsnjall í dag," sagði Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren eftir keppnina í gær. „Button keyrði keyrði líka framúrskarandi vel í keppninni og hafði mikið fyrir því að ná þriðja sæti og líka í 15 verðmæt stig í stigamóti ökumanna og hélt þannig öðru sætinu stigalistannum." Einhver bilun var um tíma í KERS-kerfinu á bíl Button í mótinu í gær, sem varð til þess að hann hafði ekki auka hestöflin sem hægt var að fá útúr vélinni með notkun þess í hverjum hring. „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá báða ökumenn McLaren á saman á verðlaunapallinum og ég er sérstaklega glaður fyrir hönd Hamilton, en líka Button og liðsins í heild. Þetta var sautjándi sigur Hamilton og hann hefur náð þeim öllum með McLaren og sá þriðji í ár." Í frétt á autosport.com í dag um sigur Hamilton sagði Whitmarsh meðal annars: „Þetta var mikilvægur sigur, en þeir eru það allir. Ég tel að hann (Hamilton) hafði verið öflugur alla helgina og hann kom hingað með rétta hugarfarið og var einbeittur," sagði Whitmarsh í fréttinni. „Það var gott fyrir Hamilton að endurstilla hugsanaganginn. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann. Hann hefur unnið verk sitt vel hérna og mun einbeita sér að því jákvæða sem út úr því kom." Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni. Hamilton hefur eingöngu ekið með McLaren í Formúlu 1 og hafði áður unnið tvö mót á árinu, en McLaren liðið hefur samtals unnið sex mót. Hamilton náði því marki í gær að leiða þúsundasta hringinn í Formúlu 1 og er einn af sautján ökumönnum sem hafa gert slíkt í íþróttinni. „Hamilton ók algjörlega óaðfinnanlega og náði forystu í annarri beygju og hélt bilinu milli sín og Fernando Alonso af fullkominni fagmennsku í 54 hringi. Til að einfalda þetta, þá var hann afburðarsnjall í dag," sagði Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren eftir keppnina í gær. „Button keyrði keyrði líka framúrskarandi vel í keppninni og hafði mikið fyrir því að ná þriðja sæti og líka í 15 verðmæt stig í stigamóti ökumanna og hélt þannig öðru sætinu stigalistannum." Einhver bilun var um tíma í KERS-kerfinu á bíl Button í mótinu í gær, sem varð til þess að hann hafði ekki auka hestöflin sem hægt var að fá útúr vélinni með notkun þess í hverjum hring. „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá báða ökumenn McLaren á saman á verðlaunapallinum og ég er sérstaklega glaður fyrir hönd Hamilton, en líka Button og liðsins í heild. Þetta var sautjándi sigur Hamilton og hann hefur náð þeim öllum með McLaren og sá þriðji í ár." Í frétt á autosport.com í dag um sigur Hamilton sagði Whitmarsh meðal annars: „Þetta var mikilvægur sigur, en þeir eru það allir. Ég tel að hann (Hamilton) hafði verið öflugur alla helgina og hann kom hingað með rétta hugarfarið og var einbeittur," sagði Whitmarsh í fréttinni. „Það var gott fyrir Hamilton að endurstilla hugsanaganginn. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann. Hann hefur unnið verk sitt vel hérna og mun einbeita sér að því jákvæða sem út úr því kom."
Formúla Íþróttir Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira