Vergne fljótastur þriðja daginn í röð og ánægður með frammistöðu sína 17. nóvember 2011 17:24 Jean Eric Vergne ók með meistaraliði Red Bull í þrjá daga í röð. MYND: Getty Images/Andre Hone/Red Bull Racing Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari. Meiri hiti var í dag en á mánudag og þriðjudag í Abú Dabí, en lofthiti fór upp í 33 gráður og brautarhiti í 55 gráður. Vergne, sem er 21 árs gamall hafði áður ekið með Torro Rosso í tvígang á föstudagsæfingu fyrir kappakstursmót. Hann á möguleika á sæti sem varaökumaður eða keppnisökumaður með Torro Rosso liðinu á næsta ári, samkvæmt frétt autosport.com. Formúlu 1 lið Torro Rosso og Red Bull liðin eru bæði í eigu Red Bull fyrirtækisins. „Þetta sýnir að ég bý yfir þeim hraða sem þarf til að keppa í Formúlu 1. En það er Red Bull að ákveða og þökk sé þeim þá gat ég prófað þennan bíl. Ég hef gert mitt besta og núna verða þeir að ákveða hvað er mér fyrir bestu hvað framtíðina varðar," sagði Vergne í frétt auosport.com. „Ég hef gert allt sem ég gat á þessum þremur dögum og nú á ég eina æfingu eftir, keyri í Brasilíu. Við sjáum hvað setur. Ég er mjög ánægður. Þetta voru meiriháttar dagar og ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert fyrir liðið. Allt gekk vel," sagði Vergne. Bird sem náði næstbesta tíma í dag ók 104 hringi í dag með Mercedes. Liðið einbeitti sér að þróunarvinnu fyrir næsta ár á æfingunni. „Ég er þakklátur Mercedes fyrir að treysta mér fyrir þeirri ábyrgð að keyra á þessa þrjá æfingadaga. Þetta hefur verið jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig og ég naut þess að vinna með liðinu", sagði Bird. Tímarnir af autosport.com 1. Jean-Eric Vergne Red Bull-Renault 1m38.917s 2. Sam Bird Mercedes GP 1m40.897s 3. Jules Bianchi Ferrari 1m41.347s 4. Olivier Turvey McLaren-Mercedes 1m41.513s 5. Max Chilton Force India-Mercedes 1m41.575s 6. Esteban Gutierrez Sauber-Ferrari 1m42.049s 7. Mirko Bortolotti Williams-Cosworth 1m43.277s 8. Kevin Ceccon Toro Rosso-Ferrari 1m43.686s 9. Alexander Rossi Lotus-Renault 1m44.283s 10. Jan Charouz Renault 1m44.470s 11. Stefano Coletti Toro Rosso-Ferrari 1m44.545s 12. Nathanael Berthon HRT-Cosworth 1m45.839s 13. Robert Wickens Virgin-Cosworth 1m45.934s 14. Charles Pic Virgin-Cosworth 1m46.348s Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Jean Eric Vergne frá Frakklandi reyndist fljótastur í dag á æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann náði líka besta tíma á mánudag og þriðjudag, en æfingadagurinn í dag var sá síðasti á dagskrá. Æfingarnar notuðu liðin m.a. til að gefa ungum ökumönnum tækifæri um borð bílum sínum. Vergne var með besta tíma í dag á undan Bretanum Sam Bird á Mercedes, en Frakkinn Jules Bianchi náði þriðja besta tíma á Ferrari. Meiri hiti var í dag en á mánudag og þriðjudag í Abú Dabí, en lofthiti fór upp í 33 gráður og brautarhiti í 55 gráður. Vergne, sem er 21 árs gamall hafði áður ekið með Torro Rosso í tvígang á föstudagsæfingu fyrir kappakstursmót. Hann á möguleika á sæti sem varaökumaður eða keppnisökumaður með Torro Rosso liðinu á næsta ári, samkvæmt frétt autosport.com. Formúlu 1 lið Torro Rosso og Red Bull liðin eru bæði í eigu Red Bull fyrirtækisins. „Þetta sýnir að ég bý yfir þeim hraða sem þarf til að keppa í Formúlu 1. En það er Red Bull að ákveða og þökk sé þeim þá gat ég prófað þennan bíl. Ég hef gert mitt besta og núna verða þeir að ákveða hvað er mér fyrir bestu hvað framtíðina varðar," sagði Vergne í frétt auosport.com. „Ég hef gert allt sem ég gat á þessum þremur dögum og nú á ég eina æfingu eftir, keyri í Brasilíu. Við sjáum hvað setur. Ég er mjög ánægður. Þetta voru meiriháttar dagar og ég er mjög ánægður með það sem ég hef gert fyrir liðið. Allt gekk vel," sagði Vergne. Bird sem náði næstbesta tíma í dag ók 104 hringi í dag með Mercedes. Liðið einbeitti sér að þróunarvinnu fyrir næsta ár á æfingunni. „Ég er þakklátur Mercedes fyrir að treysta mér fyrir þeirri ábyrgð að keyra á þessa þrjá æfingadaga. Þetta hefur verið jákvæð og ánægjuleg reynsla fyrir mig og ég naut þess að vinna með liðinu", sagði Bird. Tímarnir af autosport.com 1. Jean-Eric Vergne Red Bull-Renault 1m38.917s 2. Sam Bird Mercedes GP 1m40.897s 3. Jules Bianchi Ferrari 1m41.347s 4. Olivier Turvey McLaren-Mercedes 1m41.513s 5. Max Chilton Force India-Mercedes 1m41.575s 6. Esteban Gutierrez Sauber-Ferrari 1m42.049s 7. Mirko Bortolotti Williams-Cosworth 1m43.277s 8. Kevin Ceccon Toro Rosso-Ferrari 1m43.686s 9. Alexander Rossi Lotus-Renault 1m44.283s 10. Jan Charouz Renault 1m44.470s 11. Stefano Coletti Toro Rosso-Ferrari 1m44.545s 12. Nathanael Berthon HRT-Cosworth 1m45.839s 13. Robert Wickens Virgin-Cosworth 1m45.934s 14. Charles Pic Virgin-Cosworth 1m46.348s
Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira