Fótbolti

Barcelona í basli með neðrdeildarlið í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andres Iniesta fagnar marki sínu í kvöld.
Andres Iniesta fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP
Barcelona vann í kvöld nauman sigur á neðrideildarliðinu L'Hospitalet í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar.

Andrés Iniesta skoraði eina mark leiksins en það gerði hann með glæsilegum þrumufleyg utan teigs á 42. mínútu.

Lionel Messi var hvíldur í kvöld en Pep Guardiola, stjóri Barcelona, stillti engu að síður sterku liði upp í kvöld. Iniesta, Xavi, Fabregas, Villa, Keita og Puyol voru til að mynda allir í byrjunarliðinu.

Jose Manuel Pinto var í marki Börsunga og hann kom í veg fyrir að L'Hospitalet næði að skora seint í leiknum með glæsilegri markvörslu. Þó voru Börsungar sterkari aðilinn lengst af og nálægt því að bæta fleiri mörkum við.

Tveir leikir fara fram í bikarkeppninni á morgun en hinir þrettán leikirnir í fyrri hluta 16-liða úrslitanna fara fram á sunnudaginn. Þá mætir Real Madrid liði Ponferradina.

Síðari leikirnir í 16-liða úrslitunum fara svo fram dagana 21. og 22. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×