Fótbolti

Fabregas: Ég er enginn engill en enginn kynþáttahatari heldur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas hughreystir Lionel Messi.
Cesc Fabregas hughreystir Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Cesc Fabregas er einn af þeim stjörnuleikmönnum sem hafa verið ásakaðir um kynþáttafordóma að undanförnu. Hann bætist þar í hóp með mönnum eins og Luis Suarez hjá Liverpool og John Terry hjá Chelsea. Fabregas heldur fram sakleysi sínu alveg eins og hinir tveir.

Fabregas átti að hafa hreytt niðrandi orðum í átta að Frederic Kanoute í lokin á leik Barcelona og Sevilla um síðustu helgi en Kanoute fékk rauða spjaldið fyrir að slá niður Cesc Fabregas í kjölfarið.

„Ég hafði aldrei áhyggjur af þessum sögusögnum því ég viss alveg hvað ég sagði. Ég ræddi aðeins við Kanoute og við sögðum við hvorn annan það sem þurfti að segja," sagði Cesc Fabregas.

„Ég get sagt sömu sögu og flestir fótboltamenn. Ég er enginn engill en enginn kynþáttahatari heldur. Ég held að enginn haldi öðru fram um mig," sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×