Fótbolti

Villas-Boas: Mikil gæði í okkar liði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andre Villas-Boas í leik með Chelsea.
Andre Villas-Boas í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, sagði eftir 5-0 sigur sinna manna á Genk í Meistaradeild Evrópu í kvöld að það hafi sést vel á leiknum hversu sterkur leikmannahópur liðsins er.

Villas-Boas gerði sex breytingar á byrjunarliðinu í kvöld og hvíldi marga lykilmenn. Það skipti engu máli þar sem að Chelsea gerði út um leikinn strax í fyrri hálfleik og vann að lokum stórsigur. Fernando Torres skoraði tvö mörk í kvöld.

„Við gerðum margar breytingar frá síðasta leik en það kom ekki að sök," sagði Villas-Boas. „Það eru mikil gæði í okkar liði og margir hæfileikaríkir leikmenn."

Torres spilaði í kvöld sinn fyrsta leik síðan hann var rekinn af velli í leik gegn Swansea í lok september. „Það vilja allir spila sem mest og hann hefur verið lengi frá," sagði Villas-Boas. „Það var mikilvægt að hann fékk að spila með spænska landsliðinu og hann hefur haldið sér í góðu formi. Hann kom svo aftur inn í liðið í kvöld og skoraði tvö mörk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×