Fótbolti

Van Nistelrooy ætlar ekki að fagna ef hann skorar gegn Real Madrid

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Hollendingurinn Ruud van Nistelrooy mun ekki fagna ef hann skorar gegn Real Madrid um helgina en hann er nú á mála hjá Malaga.

Nistelrooy kom frá Manchester United til Real Madrid árið 2006 og var hjá félaginu í fjögur ár. Hann gekk svo í raðir Malaga fyrir tímabilið en liðið tapaði fyrir spútnikliði Levante um liðna helgi.

„Ef ég skora á móti Real Madrid þá mun ég ekki fagna,“ sagði hann við spænska fjölmiðla. „En ég er ekki að hugsa um hvort ég skori eða ekki. Við viljum bara undirbúa okkur eins vel og við mögulega getum.“

„Þetta er sérstakur leikur fyrir okkur og þá sérstaklega þá okkar sem spiluðu áður með Real Madrid sem hefur verið á miklu skriði að undanförnu. Við förum þó óhræddir í leikinn enda vitum við hvað við ætlum okkur að fara langt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×