Íslenski boltinn

KR-ingar búnir að finna þjálfara á kvennaliðið sitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Þór Brandsson.
Jón Þór Brandsson. Mynd/Heimasíða KR
KR-ingar hafa fundið eftirmann Björgvins Karls Gunnarssonar sem hætti með kvennalið félagsins á dögunum. Jón Þór Brandsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR og skrifaði hann undir þriggja ára samning í gær. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Jón Þór Brandsson þjálfaði Grindavíkurliðið í Pepsi-deild kvenna í sumar en liðið varð að sætta sig við fall eftir spennandi fallslag við KR. KR bjargaði sér á markatölu en Grindavík vann fjóra af síðustu sjö leikjum sínum á tímabiilinu.

Jón Þór féll þarna annað árið í röð með lið sitt en hann þjálfaði FH-konur sumarið á undan. Jón Þór var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH frá 2008 til 2010.

KR-konur urðu í 8. sæti í Pepsi-deildinni í sumar sem er lakasti árangur kvennaliðsins í efstu deild. Björgvin Karl kom þó KR-liðinu alla leið í bikarúrslitaleikinn þar sem að liðið tapaði fyrir Val.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×