Sigur Button dugði ekki gegn Vettel í titilslagnum 9. október 2011 11:54 Jenson Button og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Japan í dag. AP MYND: GREG BAKER Jenson Button vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Vettel var fremstur á ráslínu. Eftir ræsingu sótti Button að Vettel fyrir fyrstu beygju, en Vettel hafði sveigt bíl sínum til hægri og Button þurfti að keyra að hluta til út á grasflöt meðfram brautinni, til að forðast að lenda á Vettel. Lewis Hamilton á McLaren nýtti færið og komst framúr Button. Button gerði athugasemd við það sem hann taldi vera vísvitandi hindrun hjá Vettel. Dómarar mótsins skoðuðu málið á meðan keppni stóð, en töldu að Vettel hefði ekki brotið af sér og Vettel sagði eftir keppnina íi frétt á autosport.com að það hefði ekki verið ætlun sín að þvinga Button út á grasið. Button náði framúr Hamilton í sjötta hring og eftir að Button tók sitt annað þjónustuhlé kom hann inn á brautina rétt fyrir framan Vettel og var þá í fjórða sæti, en Vettel í því fimmta. Þá höfðu báðir ökumennirnir tekið tvö þjónustuhlé. Þegar ökumenninrnir fyrir framan þá í röðinni höfðu farið í sitt annað þjónustuhlé hver af öðrum var orðinn Button fyrstur á ný, á undan Vettel. Öryggsibíllinn þurfti að koma út á brautina, eftir lítilsháttar samstuð á milli Felipe Massa á Ferrari og Hamilton, þar sem fjarlæga þurfti hluti sem voru á brautinni eftir skellinn. Button hélt forystunni eftir að keppnin var sett á fulla ferð á ný. Þegar að ökumennirnir sem höfðu verið í fremstu röð í mótinu höfðu allir tekið þriðja og síðasta þjónustuhléið sitt var Button enn fyrstur, en Alonso hafði náði framúr Vettel. Button lét engan bilbug á sér finna á lokasprettinum og kom fyrstur í endamark og Alonso og Vettel komu á eftir honum. Vettel þurfti aðeins eitt stig fyrir mótið í Japan til að tryggja sér meistaratitilinn, en fékk 15 stig fyrir þriðja sætið. Hann innsiglaði þannig annan meistaratitilinn í röð og er yngsti ökumaðurinn sögunnar til að verða meistari í tvígang, eftir að hafa verið sá yngsti til að vinna meistaratitil í fyrra. Red Bull tókst ekki að ekki að tryggja sér meistaratitil bílsmiða í dag, eins og möguleiki var á ef úrslitin hefðu verið liðinu hagstæð í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða þegar fjórum mótum er ólokið. Næsta mót er Í Suður Kóreu um næstu helgi. Tímarnir og stigin af autosport.com. Lokastaðan í Japan 1. Button McLaren-Mercedes 1:30:53.427 2. Alonso Ferrari + 1.160 3. Vettel Red Bull-Renault + 2.006 4. Webber Red Bull-Renault + 8.071 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 24.268 6. Schumacher Mercedes + 27.120 7. Massa Ferrari + 28.240 8. Perez Sauber-Ferrari + 39.377 9. Petrov Renault + 42.607 10. Rosberg Mercedes + 44.322 Stigastaðan Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 324 1. Red Bull-Renault 518 2. Button 210 2. McLaren-Mercedes 388 3. Alonso 202 3. Ferrari 292 4. Webber 194 4. Mercedes 123 5. Hamilton 178 5. Renault 72 6. Massa 90 6. Force India-Mercedes 48 7. Rosberg 63 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 29 9. Petrov 36 9. Williams-Cosworth 5 Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Jenson Button vann japanska kappaksturinn á Suzuka brautinni í dag. Hann kom fyrstur í endmark á undan Fernando Alonso á Ferrari og Sebastian Vettel á Red Bull. Vettel tryggði sér heimsmeistaratitil ökumanna með árangri sínum í dag. Vettel var fremstur á ráslínu. Eftir ræsingu sótti Button að Vettel fyrir fyrstu beygju, en Vettel hafði sveigt bíl sínum til hægri og Button þurfti að keyra að hluta til út á grasflöt meðfram brautinni, til að forðast að lenda á Vettel. Lewis Hamilton á McLaren nýtti færið og komst framúr Button. Button gerði athugasemd við það sem hann taldi vera vísvitandi hindrun hjá Vettel. Dómarar mótsins skoðuðu málið á meðan keppni stóð, en töldu að Vettel hefði ekki brotið af sér og Vettel sagði eftir keppnina íi frétt á autosport.com að það hefði ekki verið ætlun sín að þvinga Button út á grasið. Button náði framúr Hamilton í sjötta hring og eftir að Button tók sitt annað þjónustuhlé kom hann inn á brautina rétt fyrir framan Vettel og var þá í fjórða sæti, en Vettel í því fimmta. Þá höfðu báðir ökumennirnir tekið tvö þjónustuhlé. Þegar ökumenninrnir fyrir framan þá í röðinni höfðu farið í sitt annað þjónustuhlé hver af öðrum var orðinn Button fyrstur á ný, á undan Vettel. Öryggsibíllinn þurfti að koma út á brautina, eftir lítilsháttar samstuð á milli Felipe Massa á Ferrari og Hamilton, þar sem fjarlæga þurfti hluti sem voru á brautinni eftir skellinn. Button hélt forystunni eftir að keppnin var sett á fulla ferð á ný. Þegar að ökumennirnir sem höfðu verið í fremstu röð í mótinu höfðu allir tekið þriðja og síðasta þjónustuhléið sitt var Button enn fyrstur, en Alonso hafði náði framúr Vettel. Button lét engan bilbug á sér finna á lokasprettinum og kom fyrstur í endamark og Alonso og Vettel komu á eftir honum. Vettel þurfti aðeins eitt stig fyrir mótið í Japan til að tryggja sér meistaratitilinn, en fékk 15 stig fyrir þriðja sætið. Hann innsiglaði þannig annan meistaratitilinn í röð og er yngsti ökumaðurinn sögunnar til að verða meistari í tvígang, eftir að hafa verið sá yngsti til að vinna meistaratitil í fyrra. Red Bull tókst ekki að ekki að tryggja sér meistaratitil bílsmiða í dag, eins og möguleiki var á ef úrslitin hefðu verið liðinu hagstæð í dag. Red Bull er með 130 stiga forskot á McLaren í stigamóti bílasmiða þegar fjórum mótum er ólokið. Næsta mót er Í Suður Kóreu um næstu helgi. Tímarnir og stigin af autosport.com. Lokastaðan í Japan 1. Button McLaren-Mercedes 1:30:53.427 2. Alonso Ferrari + 1.160 3. Vettel Red Bull-Renault + 2.006 4. Webber Red Bull-Renault + 8.071 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 24.268 6. Schumacher Mercedes + 27.120 7. Massa Ferrari + 28.240 8. Perez Sauber-Ferrari + 39.377 9. Petrov Renault + 42.607 10. Rosberg Mercedes + 44.322 Stigastaðan Ökumenn Bílasmiðir 1. Vettel 324 1. Red Bull-Renault 518 2. Button 210 2. McLaren-Mercedes 388 3. Alonso 202 3. Ferrari 292 4. Webber 194 4. Mercedes 123 5. Hamilton 178 5. Renault 72 6. Massa 90 6. Force India-Mercedes 48 7. Rosberg 63 7. Sauber-Ferrari 40 8. Schumacher 60 8. Toro Rosso-Ferrari 29 9. Petrov 36 9. Williams-Cosworth 5
Formúla Íþróttir Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira