Viðskipti erlent

Ikea opnar sérstakt karlaland

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er óhætt að segja að körlum sé veitt sérstök þjónusta í Ikea í Ástralíu.
Það er óhætt að segja að körlum sé veitt sérstök þjónusta í Ikea í Ástralíu. Mynd/ AFP.
Ikea í Melbourne í Ástralíu ætlar að taka upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á sérstakt karlaland í verslun sinni. Þessi hluti verslunarinnar verður, eðli málsins samkvæmt, einungis opinn körlum. Hugmyndin er sú að þetta verði nokkurs konar athvarf fyrir karlmenn þar sem þeir geti borðað ókeypis pylsur, horft á íþróttir og spilað Xbox tölvuleiki á meðan betri helmingurinn skoðar húsgögn og annað þarfaþing fyrir heimilið.

Ikea húsgagnaverslanirnar eru sem kunnugt er upprunalega frá Svíþjóð. Upplýsingafulltrúi verlananna þar í landi segir engin áform vera um að opna sérstakt karlaland í búðunum þar. Upplýsingafulltrúinn, sem heitir Ylva Magnússon, segir að í Ikea í Svíþjóð sé litiið svo á að húsgögnin sjálf séu jafn spennandi fyrir konur og karla. Hún fagnar hins vegar framtaki verslunarinnar í Melbourne og segir að allt sem gert sé í þágu viðskiptavinarins sé af hinu góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×