Körfubolti

Teitur búinn að finna bandarískan bakvörð við hlið Justin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keith Cothran.
Keith Cothran. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stjarnan hefur samið við bandaríska bakvörðinn Keith Cothran um að leika með liðinu í Iceland Express deild karla á komandi leiktíð og mun hann því leika við hlið leikstjórnandans Justin Shouse sem fékk íslenskan ríkisborgarétt í sumar.

Cothran var með 14,3 stig, 3,4 fráköst og 2,1 stoðsendingu að meðaltali í leik á sínu síðasta tímabili með Rhode Island háskólanum. Hann samdi síðan við þýska liðið EnBW Ludwigsburg í fyrra en meiddist á undirbúningstímabilinu.  

Cothran hitti úr 32 prósent þriggja stiga skota sinna á lokaárinu (44 af 138) og setti niður 68 prósent vítann (94 af 138). Hann er 25 ára gamall og 193 sentímetrar á hæð.

Cothran er væntanlegur til landsins á fimmtudagsmorgun, samkvæmt frétt á heimasíðu Stjörnunnar, og mun því væntanlega þreyta frumraun sína með Stjörnunni gegn Keflavík í Reykjanesmótinu á föstudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×