Íslenski boltinn

Ísland bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjarnan keppir í Evrópukeppni í fyrsta sinn.
Stjarnan keppir í Evrópukeppni í fyrsta sinn. Mynd/Daníel
Ísland verður bara með eitt lið í Meistaradeild kvenna á næsta ári en Knattspyrnusamband Evrópu hefur gefið út þátttökulista fyrir næstu keppni í Meistaradeild kvenna. Nýkrýndir Íslandsmeistarar Stjörnunnar verða því einu fulltrúar Íslands í keppninni 2012-2013 en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Tvo lið taka þátt í Meistaradeildinni í ár, Valur og Þór/KA, en fjöldi liða miðast við árangur síðustu fimm ára í keppninni.  Noregur fer upp fyrir Ísland á listanum og verða því með tvo félög í keppninni á næsta tímabili.

Þetta þýðir að Valskonur verða ekki í Evrópukeppninni á næsta ári en kvennalið Vals er búið að vera í öllum Evrópukeppnum frá og með sumrinu 2005.

Framundan eru leikir íslensku liðanna í Meistaradeildinni.  Þór/KA tekur á móti Turbine Potsdam frá Þýskalandi á morgun en leikið verður á Þórsvelli og hefst leikurinn kl. 16:15.  Síðari leikurinn verður ytra, miðvikudaginn 5. október.

Valur leikur gegn Glasgow City, fimmtudaginn 29. september og verður fyrri leikurinn í Glasgow.  Síðari leikurinn verður á Vodafonevellinum, fimmtudaginn 6. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×