Sport

Wozniacki datt óvænt út í Tókýó og gæti misst toppsæti heimslistans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caroline Wozniacki.
Caroline Wozniacki. Mynd/AP
Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki datt óvænt út á opna japanska mótinu í morgun en mótið fer fram í Tókýó í Japan. Caroline Wozniacki hefur verið í efsta sæti á heimslistanum í 50 vikur en nú gæti orðið breyting á því.

Caroline Wozniacki átti titil að verja í opna japanska mótinu (Pan Pacific Open) en hún tapaði í þremur hrinum í þriðju umferð fyrir Kaia Kanepi frá Eistlandi í morgun. Kaia Kanepi vann hrinurnar 7-5, 1-6 og 6-4 en í þeirri síðustu komst Wozniacki í 3-0.

Maria Sharapova frá Rússlandi er í öðru sæti heimslistans og hún er komin áfram í átta liða úrslitin á þessu móti. Sharapova á möguleika á efsta sæti heimslistans fari hún alla leið á þessu móti. Sharapova mætir Petra Kvitová frá Tékklandi í átta liða úrslitunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×