Tolla og skattayfirvöld í Indlandi að hrella Formúlu 1 liðin 28. september 2011 11:37 Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en fyrsta Formúlu 1 mótið í landinu fer fram í lok október. MYND: MCLAREN F1 Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið. Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fer fram í lok október, en snuðra er hlaupinn á þráðinn þar sem tolla og skattayfirvöld þar í landi eru ströng hvað allan innflutning varðar. Forráðamenn Formúlu 1 liða hafa verið í viðræðum við tilheyrandi aðila varðandi innflutning á bílum og starfsmönnum, en svo virðist sem skattleggja eigi bæði lið og ökumenn fyrir að koma til landsins. Rekstraraðilar Jaypee brautinnar sem verður keppt á hafa boðist til að borga brúsann, en samkvæmt frétt á autosport.com er málið óleyst enn sem komið er. Segir í fréttinni að spurning sé hvort keppnisliðin og ökumenn verði skattlagðir miðað við árstekjur, en skattayfirvöld virðast hafa rétt til að skattleggja á þennan hátt. Jafnvel þó viðkomandi aðilar séu bara að heimsækja landið. Tolla og skattayfirvöld hafa þegar hafnað því að veita undanþágu frá reglum sínum. Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren segir að mótið í Indlandi muni fara fram, þrátt fyrir þetta vandamál sem er óleyst. „Það er áhyggjuefni fyrir ökumenn og lið, að því þetta eru harðsnúinn skattayfirvöld. Ég get ekki fullyrt hvar við erum staddir með málið, en viðræður eru í gangi. Ég er viss um að við keppum í Indlandi, en við þurfum að leysa þetta mál", sagði Whitmarsh. Lewis Hamilton ók á götum Bangalore í Indlandi í vikunni, en hann fór frá Singapúr til að keyra McLaren bíl í kynningarskyni. Mótið í Indlandi verður á nýrri braut, sem Hermann Tilke hannaði. Með því að smella hér, er hægt að skoða nýja mótssvæðið.
Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira