Íslenski boltinn

Helena: Gaman að mæta góðum leikmönnum

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, spilaði allan leikinn í dag.
Rakel Hönnudóttir, leikmaður Þórs/KA, spilaði allan leikinn í dag.
"Þetta var ógeðslega gaman," sagði Helena Jónsdóttir, markmaður Þórs/KA eftir leikinn gegn Potsdam í Meistaradeildinni í dag. Potsdam vann leikinn 0-6 á Akureyri.

Helena átti góðan leik en náði ekki að koma í veg fyrir mörk Potsdam sem hafði mikla yfirburði í leiknum.

"Þetta var frábær reynsla og gaman að mæta svona góðum leikmönnum. Við ætluðum að láta þær finna vel fyrir okkur og það tókst nokkuð vel."

"Þær eru kannski í betra formi en við og það er líklega rétt að þær hafi haft meira úthald. Þær eru vanari að spila á þessum tempói."

"Samt sem áður getum við verið nokkuð sáttar með frammistöðuna okkar, þetta fer í reynslubankann og þetta var mjög gaman."

"Hvað seinni leikinn varðar ætlum við bara að gera það sama, láta þær finna fyrir okkur og njóta okkar," sagði Helena sem er aðeins 18 ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×