Fótbolti

Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum.

Eins og svo oft áður þá sauð allt uppúr í lok leiksins og meðal annars reif Mourinho í andlitið á aðstoðarþjálfara Barcelona, en atvikið náðist á myndband sem hægt að er sjá hér að ofan.

„Jose mun ekki biðjast afsökunar,“ sagði talsmaður Mourinho við spænska fjölmiðla.

Mourinho virtist troða fingri í augað á Titi Vilanova, aðstoðarþjálfara Barcelona, og þykir það greinilega ekkert tiltökumál.

Talsmaður Mourinho sagði einnig að starfmenn Barcelona hafi ögrað honum allan leikinn frá varamannabekknum og því ætli hann ekki að biðjast afsökunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×