Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull 24. ágúst 2011 17:05 Mark Webber í þjónustuhléi í síðustu keppni. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira