Fótbolti

Ragnar og Sölvi úr leik í Meistaradeildinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Benfica fagnar í kvöld.
Leikmenn Benfica fagnar í kvöld. Nordic Photos/Getty Images
Portúgalska félagið Benfica, BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi og Viktoria Plzen frá Tékklandi verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

FC Kaupmannahöfn tapaði 2-1 gegn Plzen í síðari leiknum í Tékklandi í kvöld. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir dönsku meistarana eftir 3-1 tap í fyrri leiknum.

Benfica vann 3-1 sigur á FC Twente frá Hollandi í Portúgal í kvöld. Fyrri viðureign liðanna í Hollandi lauk með 2-2 jafntefli.

Þá vann BATE Borisov 2-0 útisigur á Sturm Graz í austurríki. Hvít-rússneska liðið fer áfram samanlagt 3-1 en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Hvíta-Rússlandi.

Fyrr í kvöld tryggði Lyon sér sæti í riðlakeppninni tólfta árið í röð með sigri á Rubin Kazan samanlagt 3-1.

Úrslit kvöldsins

Benfica    3 - 1    FC Twente Enschede

Benfica áfram samanlagt 5-3.

Sturm Graz    0 - 2    BATE Borisov

BATE áfram samanlagt 3-1.

Udinese    1 - 2    Arsenal

Arsenal fer áfram samanlagt 3-1.

Viktoria Plzen    2 - 1    FC Copenhagen

Plzen fer áfram samanlagt 5-2.

Rubin Kazan 1 - 1 Lyon

Lyon fer áfram samanlagt 4-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×