Erlent

Skrímslið í Austur­ríki barnaði ekki dætur sínar

Mynd/AP

Saksóknari í Austurríki, sem rannsakar nú ásakanir þess efnis að áttræður maður hafi misnotað tvær þroskaheftar dætur sínar síðustu fjörutíu ár, segir að konurnar hafi ekki getið manninum börn. Málið hefur vakið gríðarlega athygli enda þykir margt líkt með því og máli Josefs Fritzl, sem einnig er austurrískur. Fritzl hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist hún sjö börn á meðan hún var í prísundinni.

Upp komst um manninn þegar hann féll í gólfið og rotaðist. Hann fannst þremur dögum síðar þegar heimilishjálp kom að honum meðvitundarlausum á gólfinu.

Þá kom í ljós að dætur hans voru læstar inni í einu herbergi í stóru einbýlishúsi mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×