Erlent

Svíakonungur minntist fórnarlambanna í Noregi

Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri.
Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri. Mynd/Jakob Guðnason
Karl Gústaf Svíakonungur heimsótti heimsmót skáta í Svíþjóð. Þar minntist hann fórnarlambanna í Noregi og sagði ódæðisverkin áminningu til skáta að leggja enn harðar að sér í baráttunni við fordóma og illsku í heiminum. Það væri hlutverk fullorðna í skátastarfi að leiðbeina sér yngri skátum og vera þeim fyrirmynd og aðstoða þá við að vera boðbera friðar hvar sem er og hvenær sem er. Karl Gústaf er heiðurforseti World Scout Foundation og hefur verið skáti frá unga aldri.

Á mótinu eru 280 íslenskir skátar. Í tilkynningu frá hópnum er haft eftir Birgi Björnssyni, fararstjóra íslensku skátanna, sem boðið var í móttöku konungs að konungurinn hafi verið hinn alþýðlegasti og blandað geði við unga skáta frá hinum ýmsu löndum.

Elínrós Birtu Jónsdóttur, sem er 14 ára skáti úr Árbúum, var einnig boðið í móttöku Karls Gústafs. Henni þótti mikið til þess koma að fá að heilsa upp á konunginn. Sagði hún að það væri mjög sérstakt að hitta á sama degi stúlku frá Angóla sem byggi í húsi án rafmagns og svo sænskan konung sem þó ættu svo margt sameiginlegt, það er að vera bæði skátar og lifa eftir skátalögunum og skátaheitinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×