Erlent

Öryggisgæsla hert við konungshöllina

Anders Behring Breivik í haldi lögreglu. 77 létust í sprengingunni í Osló og skotárásunum í Útey.
Anders Behring Breivik í haldi lögreglu. 77 létust í sprengingunni í Osló og skotárásunum í Útey. Mynd/AP
Ströng öryggisgæsla er að öllu jafna í og við konungshöllina í Osló en hún aukin strax eftir að sprengja sprakk í miðborg Osló fyrir rúmri viku. Þetta kom fram á blaðamannafundi norsku lögreglunnar í dag. Norskir fjölmiðlar segja að konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins hafi verið meðal næstu skotmarka Anders Behring Breiviks. Verjandi hans sagði í gær að frekari árásir hafi staðið til en ekkert hafi orðið af þeim.

Fulltrúar lögreglunnar vildu á blaðamannafundinum ekkert segja til um hvort að konungshöllin hafi verið meðal skotamarka Breiviks. Hann hafi þó skipulagt frekari árásir en ekki væri hægt að greina nánar frá málinu að svo stöddu.

Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við.

Breivik var yfirheyrður í þrjár klukkustundir í gær og fór mestur tími í að yfirfara og spyrja nánar út í atriði sem fram komu í yfirheyrslu daginn eftir ódæðinn. Norska lögreglan segir að þörf hafi verið á að fara dýpra yfir frásögn Breiviks. Gert er ráð fyrir að Breivik verði yfirheyrður á nýjan leik eftir helgi.


Tengdar fréttir

Konungshöllin meðal skotamarka Breiviks

Norska konungshöllin og höfuðstöðvar norska Verkamannaflokksins voru á meðal annarra skotmarka hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik, að því er fram kemur í norska dagblaðinu Verdens Gang í dag. Breivik mun hafa valið höllina vegna táknrænnar merkingar hennar en höfuðstöðvar flokksins þar sem hann hafði átt þátt í að búa til umgjörð undir fjölmenningarsamfélagið sem Breivik var svo í nöp við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×