Erlent

Norska lögreglan ræðir við yfir 700 vitni

Pål-Fredrik Hjort Kraby, lögreglufulltrúi í Osló
Pål-Fredrik Hjort Kraby, lögreglufulltrúi í Osló Mynd/AFP
Rannsókn lögreglu á hryðjuverkunum á Útey og í Osló síðastliðinn föstudag nær til sjö hundruð vitna af eyjunni, auk óþekkts fjölda fólks frá sprengingunni í miðborg Oslóar, og samansafns einstaklinga sem einhver tengsl eiga við manninn sem framdi ódæðisverkin.

Pål-Fredrik Hjort Kraby, lögreglufulltrúi í Osló, sagði við fréttavef NRK að allir sem voru á Útey þegar atburðirnir áttu sér stað teljist aðilar í málinu.

Eins og áður hefur verið frá greint, verður þess krafist að Breivik svari fyrir lát hvers einasta manns sem lét lífið í hryðjuverkunum á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×