Sport

Konur fá sinn eigin flokk í pylsukappátinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svarta ekkjan er hér með tveimur öðrum keppendum í kappátinu í fyrra.
Svarta ekkjan er hér með tveimur öðrum keppendum í kappátinu í fyrra.
Breytingar hafa verið gerðar á hinni víðfrægu pylsuáts-keppni í New York sem fram fer á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Þá verður sér kvennaflokkur í kappátinu.

"Serena Williams þurfti ekki að vinna Roger Federer til þess að verða Wimbledon-meistari. Af hverju ætti Sonya Thomas þá að þurfa að vinna Joey Chestnut," sagði skipuleggjandinn George Shea.

Sonya Thomas á heimsmet kvenna í kappátinu. Þessi smáa, 50 kílóa kona gerði sér lítið fyrir og sporðrenndi 41 pylsu á 10 mínútum árið 2009.

Sjö konur munu veita Thomas, sem gengur undir viðurnefninu Svarta ekkjan, á morgun.

Joey Chestnut mun að sjálfsögðu mæta. Hann gengur undir viðurnefninu Jaws og hefur unnið keppnina síðustu þrjú ár. Í fyrra hesthúsaði hann 54 pylsum á tíu mínútum. Hann fær væntanlega harða keppni frá þrem Kínverjum sem komu alla leið frá Peking til þess að taka þátt í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×