Lífið

Viðbjóðurinn nánast horfinn

Ellý Ármannsdóttir skrifar
Sandra Hlíf Ocares, sem keypti niðurnítt hús á Bræðraborgarstígnum fyrir nokkru ætlar að flytja inn um helgina með stúlkurnar sínar tvær.

Eins og alþjóð veit hefur Sandra unnið dag og nótt hörðum höndum að því að gera upp húsið sem var í niðurníðslu þegar hún keypti það.

Bjartsýni Söndru hefur komið henni langt þrátt fyrir erfið bakslög en henni var verulega brugðið þegar eggjum var kastað í húsið fyrir nokkru og að ekki sé minnst á rúnirnar sem óprúttnir aðilar krotuðu á alla veggi hússins og í steypu eftir að þeir brutust inn í húsið í skjóli nætur.

Litaland hafði samband við Söndru og bauðst til að mála húsið henni að kostnaðarlaus. Þá er baðherbergið tilbúið eins og sjá má í myndskeiðinu.

Húsið hafði staðið mannlaust í talsverðan tíma, fyrir utan þann tíma sem hústökufólk bjó í því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.