Menning

Styrktartónleikar félags flogaveikra

Árlegir styrktartónleikar LAUF, félags flogaveikra, verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld og mun allur ágóði tónleikanna renna til styrktar félagsins.

Tónleikarnir bera nafnið "Systur 2011" en dagskrá tónleikanna, sem helguð er dýrum og inniheldur bæði íslensk og erlend dýralög, ber yfirskriftina "Dýrin mín stór og smá".

Á tónleikunum koma fram Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Auk þeirra koma fram söngvararnir Anna Sigga Helgadóttir mezzósópran, Ágúst Ólafsson baritón, Davíð Ólafsson bassi og Hulda Björk Garðardóttir sópran sem flytja sín uppáhalds dýralög. Nánari upplýsingar um tónleikana má finna á www.syngja.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.