Fótbolti

Manzano tekur við Atletico Madrid

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Prófessorinn
Prófessorinn Mynd/Getty Images
Gregorio Manzano hefur verið ráðinn nýr þjálfari Atletico Madrid fyrir tímabilið 2011-2012. Manzano tekur við af af Quique Sanchez Flores sem stýrði liðinu til sjöunda sætis í spænsku deildinni. Það þótti stjórnarmönnum Atletico ekki nógu góður árangur en liðið vann Evrópudeildina árið 2010.

Manzano sem er 55 ára er reynslumikill þjálfari. Hann þekkir vel til á Calderon vellinum en liðið lauk leik í sjöunda sæti leiktíðina 2003-2004 undir hans stjórn. Hann tók við liði Sevilla á síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 5. sæti í lok tímabils.

Undir stjórn Manzano vann smáliðið Real Mallorca sinn eina stóra titil, Konungsbikarinn, undir hans stjórn árið 2003. Viðurnefni hans er Prófessorinn en hann er með sálfræðigráðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×