Fótbolti

Barcelona-menn hafa áhyggjur af eldgosinu í Grímsvötnum

Arnar Björnsson skrifar
Mynd/AFP
Eldgosið í Grímsvötnum veldur forráðamönnum Barcelona miklum áhyggjum.  Á laugardag keppa Barcelona og Manchester United til úrslita í  meistaradeildinni og verður leikur liðanna á Wembley vellinum í Lundúnum.  

Til stendur að liðið fljúgi til Englands seinnipartinn á fimmtudag en nú velta forráðamenn félagsins því fyrir sér að keyra til Frakklands og taka lestina yfir til Englands.  

Í fyrra varð eldgosið í Eyjafjallajökli örlagavaldur Barcelona.  Liðið gat ekki flogið til Mílanó, fór með rútu til Pamplona um 350 kílómetra leið og flaug þaðan til Mílanó.   

20 þúsund stuðningsmenn Barcelona eiga miða á leikinn í London og þeir klára sér væntanlega í höfðinu hvernig best sé að komast til Lundúna í tæka tíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×