Innlent

Icelandair frestar flugi - óvissa með Lundúnaflug

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Icelandair hefur frestað morgunflugi frá landinu til London, Manchester og Glasgow fram yfir hádegi vegna ösku á háloftunum og Iceland Express mun að líkindum fresta Lundúnafluginu.

Góðar horfur eru hinsvegar í innanlandsflugi.

Þúsundir flugfarþega í Bretlandi horfa hinsvegar fram á að flugi þeirra verið aflýst vegna öskuskýs frá  Grímsvötnum. Flugfélögin eru þó ósammála áliti sérfræðinga.

Breska flugfélagið Ryanair mótmælir því í yfirlýsingu á heimasíðu sinni að írsk flugmálayfirvöld hafa lýst yfir flugbanni í lofthelgi landsins vegna öskuskýsins frá Íslandi. Þeir segja flugbannið óþarft og munu funda með írskum flugmálayfirvöldum á næstu tímum vegna bannsins.

Flugfélögum er þó í sjálfvald sett hvort þau fljúgi, svo lengi sem þau fá samþykki viðkomandi flugmálastjórna. Þannig segja sérfræðingar að flugfélögin  séu nú mun betur í stakk búin til þess að takast á við öskuský heldur en þegar Eyjafjalajökull gaus. Nú þola hreyflar flugvélanna mun meira af ösku en áður.

Fjölmörg bresk og skosk flugfélög hafa þegar aflýst flugi. Þá flýtti Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, för sinni frá Írlandi í gær til Englands af ótta við að festast en hann er í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Bretlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×