Innlent

Gæsluvélin að komast í gagnið

MYND/Daníel
Dash eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF er að verða flughæf og getur væntanlega flogið með vísindamenn fyrir eldstöðvarnar í dag. Hún var biluð þegar gosið hófst og nauðsynlegur varhlutur komst ekki til landsins fyrr en í gærkvöldi, vegna flugbannsins.

Flugvirkjar Gæslunnar unnu að viðgerð í alla nótt og eru enn að, til að ljúka verkinu sem fyrst. Með fullkomnum ratsjám vélarinnar er hægt að sjá gosstöðvarnar nákvæmlega í gegnum gosmökkinn og átta sig mun nánar á farmvindu mála, en hingaðtil hefur verið hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×