Fótbolti

Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. Mynd/Nordic Photos/Getty
Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag.

Zidane lék með Real Madrid við frábæran orðstýr frá 2001 til 2006 en hann hefur verið ráðgjafi Florentino Perez, forseta Real Madrid frá því í nóvember síðastliðnum.

Samstarfið hjá Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og Jorge Valdano gekk mjög illa og Florentino Perez, forseti Real, þurfti hreinlega að velja á milli þeirra.

Zidane mun taka við starfi Valdano en starfið hans mun breytast því heilmikil völd munu færast yfir til Mourinho. Real Madrid verður nú líkara enska módelinu þar sem að Mourinho er ekki lengur bara þjálfari liðsins heldur verður hægt að kalla hann knattspyrnustjóra Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×