Íslenski boltinn

Kjartan Henry: Þetta var baráttusigur

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fór mikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því að fullkomna þrennuna er hann átti skot í stöng. Það var þess utan dæmt víti á hann þannig að Kjartan var afar áberandi í leiknum.

"Það er alltaf gaman að skora en ekki eins skemmtilegt að fá á sig dæmt klaufalegt víti. Ég datt bara á öxlina og er að drepast í öxlinni. Þetta var allt saman frekar kjánalegt," sagði Kjartan Henry og glotti.

Hann fékk gult spjald í leiknum og einhverjir Blikar vildu fá annað og þar með rautt er hann sparkaði boltanum aðeins frá þeim stað þar sem átti að taka aukaspyrnu.

"Ég pikkaði aðeins í hann. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð og ég læri af þessu.

"Við erum gríðarlega ánægðir. Þetta var baráttusigur. Það var okkar heppni að þeir misstu mann af velli og við gátum látið boltann ganga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×